Þjónusta
Við veitum víðtæka þjónustu tengda
ljósleiðurum
Við veitum víðtæka þjónustu tengda
ljósleiðurum
Ljósið er okkar fag
Ljósvirki hefur áratuga reynslu í þjónustu við ljósleiðara s.s. lagningu, tengingum og bilanagreiningum. Ljósvirki hefur í gegnum tíðina tekið að sér stór og minni verkefni tengd ljósleiðum. Ljósvirki leggur áherlslu á að veita vandaða og skjóta þjónustu þegar kemur að því að leysa verkefni fyrir viðskiptavininn.
Ljósvirki selur í heildsölu allt sem við kemur ljósleiðaralögnum, ljósleiðarakapla, patch snúrur, tengi ofl. Ljósvirki leggur mikið upp úr því að þjónusta viðskiptavini sína þegar kemur að sérlausnum í ljósleiðarakerfum.
Þegar einar dyr lokast opnast aðrar
Ljósvirki býr yfir áralangri reynslu í þjónustu og uppsetningu á iðnaðarhurðum og býður uppá þjónustusamninga fyrir einstaklinga, húsfélög og fyrirtæki. Með því að gera þjónustusamning um reglubundið eftirlit/viðhald má komast hjá óþarfa og óvæntum kostnaði vegna bilana og slits.
Ljósvirki er þjónustu- og umboðsaðili fyrir Butzbach iðnaðarhurðir. Butzbach býður upp á vandaðar og sérhæfðar lausnir þegar kemur að iðnaðarhurðum þar sem kröfur eru gerðar um gæði og áreiðanleika.
Við höfum metnað fyrir raflögnum
Ljósvirki hefur starfað frá árinu 1961 sem alhliða þjónustufyrirtæki á sviði raf- og fjarskiptalagna. Við þjónustum fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Ljósvirki leggur áherslu að veita viðskiptavininum sínum skjóta og vandaða þjónustu ásamt ráðgjöf í þeim verkefnum sem fyrirtækið tekur sér fyrir hendur.
Hjá fyrirtækinu starfa rafvirkjar með víðtæka og langa reynslu af rafmagnsstörfum og má þar m.a. nefna nýlagnir í byggingar, aðgangs-, öryggis- og myndavélakerfi, iðnaðarrafmagn o.m.fl.